Ungmennafélagið Austri á húsnæði að Strandgötu 46.
Húsið hefur gengið undir nöfnunum Framnes eða Sundförshús og var byggt 1880.

Húsið var gefið félaginu af þeim hjónum Aðalsteini Jónssyni og Guðlaug Stefánsdóttir árið 1992

Endurbygging hússins hófst árið 1993 og var það þá klætt og skipt um alla glugga. Í fyrra var neðri hæð hússins tekin í gegn og nú er unnið við efri hæðina. Guðlaug og Aðalsteinn hafa gefið allt efni og kostnað við lagfæringarnar en stór hluti viðgerðanna hefur farið fram í sjálfboðavinnu.

Húsið heitir eftir Norðmanninum Ola Olsen Sundför sem byggði það um 1880. Verslun var í húsinu til ársins 1912 en þá fluttu þangað sýsluskrifstofurnar. Árin 1917-30 rak Kaupfélag verkamanna verslun í húsinu en Pöntunarfélag Eskifjarðar tók við árið 1933. Næstu fjóra áratugi var það notað sem íbúðarhús og verslun fyrir félagið og eftir gjaldþrot þess tók nýtt félag með sama nafni við. Um árabil stóð húsið autt áður en það komst í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar.

Í dag er húsið notað sem fundaraðstaða og félagsheimili fyrir ungmennafélagið. 

Efri hæð hússins er notuð af Rafíþróttadeild Austra